Beint į leišarkerfi vefsins

Samstarf viš stjórnvöld

Samtök atvinnulífsins eiga á mörgum sviðum samstarf við stjórnvöld um þróun og lausn tiltekinna mála, sem atvinnulífið varðar.  SA eiga samskipti við ráðuneyti um mismunandi mál t.d. vinnumarkaðsmál, skattamál, umhverfismál og menntamál, svo fátt eitt sé nefnt.

 

Þátttaka SA í nefndum, stjórnum og samstarfshópum
Samtök atvinnulífsins tilnefna fulltrúa atvinnulífsins í ýmsar nefndir, stjórnir og starfshópa er sinna málefnastarfi í þágu atvinnulífsins.  Dæmi um það eru fulltrúar SA í stjórn Vinnueftirlitsins, Starfsmenntaráði, Atvinnuleysistryggingarsjóði og Kjararannsóknarnefnd.  Upplýsingar um fulltrúa SA í nefndum og ráðum má nálgast í ársskýrslu SA.

Umsagnir um þingmál ofl.
Það varðar atvinnurekendur miklu að nýta öll möguleg færi til að hafa áhrif á löggjafarstarf, er varða starfsumhverfi fyrirtækjanna.  Möguleikar SA til áhrifa felast m.a. í að gefa Alþingi umsagnir um margvísleg þingmál.  Frumvörp til laga sem og þingsályktunartillögur.  Þá gefa SA einnig umsagnir um málefni er varða sveitarfélög t.d. umsagnir um gjaldskrár ofl.  Á vef SA er að finna yfirlit yfir umsagnarbeiðnir frá Alþingi og umsagnir SA.
Sjá nánar

Lífeyrissjóðir
Á vegum Samtaka atvinnulífsins er unnið að margvíslegum atriðum er varða lífeyriskerfi Íslendinga. SA tilnefna t.d. fulltrúa atvinnurekenda í stjórnir 9 lífeyrissjóða samkvæmt reglugerðum sjóðanna.  Upplýsingar um fulltrúa SA í stjórnum lífeyrissjóða má nálgast í ársskýrslu SA.

 

Í september 2004 héldu SA og ASÍ sameiginlegan fund um stefnumótun í lífeyrismálum.  Erindi af fundinum má nálgast hér.


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Hamur fyrir sjónskerta Prenta žessa sķšu Veftré

Fįnar

In english