Beint į leišarkerfi vefsins

Hver eru ašildargjöld Samtaka atvinnulķfsins?

Árgjöld aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins er 0,17% af heildarlaunagreiðslum næstliðins árs, og 0,02% í vinnudeilusjóð samtakanna samtals 0,19%. Árgjald verður þó ekki hærra en sem nemur 0,067% af rekstrartekjum fyrirtækjanna frá fyrra ári, sem þýðir að ekki er greitt árgjald af launum sem fara umfram 35,3% af veltu. Séu gjöld greidd á eindaga skv. 1. mgr. 13. gr. er veittur 5% afsláttur af árgjaldi og iðgjaldi, enda séu öll eldri gjöld í skilum. Sjá nánar.

Lágmarksgjald aðildarfyrirtækis er kr. 8.000.

Þjónustudeild er innan samtakanna fyrir þau aðildarfyrirtæki sem óska eftir annarri þjónustu en gerð kjarasamninga fyrir þeirra hönd og nemur árgjald þeirra 0,17% af heildarlaunagreiðslum liðins árs (að hámarki 0,06% af rekstrartekjum). Séu gjöld greidd á eindaga skv. 1. mgr. 13. gr. er veittur 5% afsláttur af árgjaldi og iðgjaldi, enda séu öll eldri gjöld í skilum.

Allar nánari upplýsingar veitir Halldóra Bjarkadóttir fjármálastjóri SA.

 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Hamur fyrir sjónskerta Prenta žessa sķšu Veftré

Fįnar

In english