Beint į leišarkerfi vefsins

Sjö ašildarfélög SA

Aðildarfélög SA starfa á grundvelli atvinnugreina og hafa frumkvæði í málefnum fyrirtækja á sínu sviði. Þau leiðbeina m.a. fyrirtækjum í samskiptum þeirra við stjórnvöld og um allt það sem snertir sívaxandi fjölda opinberra reglugerðarákvæða og fyrirmæla. Áætlað er að rúmlega 55.000 ársverk séu unnin innan þeirra um 2.000 fyrirtækja sem aðild eiga að SA.

Aðildarfélögin sjö eru:

 Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
Um 190 útgerðir eiga aðild að LÍÚ en áætlaður fjöldi ársverka innan þeirra er um 4.700.

 

  Samorka - Samtök orku- og veitufyrirtækja

Aðildarfyrirtæki Samorku eru um 36 og fjöldi ársverka innan þeirra er um 1.500.

 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
Aðildarfyrirtæki SAF eru um 350 og fjöldi ársverka innan þeirra er um 6.500.

 

 Samtök fiskvinnslustöðva (SF)
Aðild að SF eiga um 130 fyrirtæki og fjöldi ársverka innan þeirra er um 6.000.

 Samtök fjármálafyrirtækja (SFF)
Í samtökum fjármálafyrirtækja eru um 50 fyrirtæki. Ársverk innan vébanda samtakanna eru um 4.800.

 Samtök iðnaðarins (SI)
Innan SI eru 22 aðildarfélög með tæplega 1.300 fyrirtæki. Fjöldi starfandi í iðnaði og mannvirkjagerð eru 25.400.


 SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)
Aðild að SVÞ eiga um 340 fyrirtæki og ársverk þeirra eru um 12.500


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Hamur fyrir sjónskerta Prenta žessa sķšu Veftré

Fįnar

In english