Beint į leišarkerfi vefsins

Hér eru sjö góšar įstęšur fyrir ašild

Fyrirtæki velja þátttöku í Samtökum atvinnulífsins af mörgum ástæðum. Mjög góð ástæða fyrir aðild fyrirtækja að SA er þátttaka þeirra í einu af sjö aðildarfélögum SA en þau sinna sérhagsmunum einstakra atvinnugreina og veita fyrirtækjum margvíslega þjónustu.

Aðrar sjö góðar ástæður fyrir aðild fyrirtækja að SA:

 • Málsvari
  SA eru öflugur málsvari löggjafar og atvinnustefnu sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum fyrirtækja. Samtökin láta sig varða sérstaklega stefnumörkun og aðgerðir í vinnuverndar- og vinnuréttarmálum, efnahagsstjórnun, skatta- og samkeppnismálum, umhverfis- og jafnréttismálum, rannsóknar-, þróunar- og menntamálum.

 • Aukin samkeppnishæfni
  SA hafa forgöngu um umfjöllun sem miðar að því að auka samkeppnishæfni, bæta afkomu og stuðla að vaxandi alþjóðavæðingu fyrirtækja á Íslandi.

 • Gerð kjarasamninga og samskipti við stéttarfélög
  SA gera kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja, veita aðstoð við gerð fyrirtækja- og ráðningarsamninga og annast samskipti við stéttarfélög í ágreiningsmálum.

 • Upplýsingaþjónusta
  SA veita aðildarsamtökum og fyrirtækjum sérhæfða ráðgjöf og upplýsingaþjónustu á mörgum þýðingarmiklum sviðum, m.a. í gegnum vefsíðu samtakanna og sérstakan vinnumarkaðsvef SA sem opinn er öllum félagsmönnum, með útgáfu fréttabréfs og upplýsingarita og með ráðstefnu- og námskeiðahaldi.

 • Erlent samstarf
  SA sinna fjölþættu erlendu samstarfi og gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri samvinnu atvinnurekenda, m.a. innan Evrópusambandsins.

 • Málflutningur
  SA annast málflutning fyrir dómstólum í þýðingarmiklum málum sem snerta heildarhagsmuni og réttindi félagsmanna.

 • Bætur vegna verkfallstjóns
  SA veita atvinnurekendum einstæðar tryggingar í vinnudeilum. Aðildarfyrirtækin eiga rétt á bótum úr sérstökum vinnudeilusjóði SA ef stöðvun verður á atvinnurekstri þeirra að hluta eða öllu leyti af völdum verkfalls sem boðað er af stéttarfélögum starfsmanna.


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Hamur fyrir sjónskerta Prenta žessa sķšu Veftré

Fįnar

In english