Beint á leiðarkerfi vefsins

Um útgáfustarf SA

Meginhluti útgáfustarfs Samtaka atvinnulífsins felst í að uppfæra upplýsingar á vef samtakanna og útgáfu rafræns fréttabréfs. SA gefur út kjarasamninga, sem gilda fyrir fleiri en eitt fyrirtæki, í bókarformi.  Þeir eru jafnframt aðgengilegir á Vinnumarkaðsvef SA.  Kaupgjaldsskrá SA er að finna á Kjaramálavef SA sem opinn er félagsmönnum. Hér að neðan er yfirlit yfir aðra prentaða útgáfu.

 

Ársskýrslur Samtaka atvinnulífsins
Hér er að finna ársskýrslur SA frá stofnun samtakanna árið 1999.

  Sjá nánar


Önnur rit

ÍAK frontHér er að finna yfirlit í tímaröð yfir fjölbreytt rit sem Samtök atvinnulífsins hafa gefið út ásamt stefnumörkun samtakanna í ýmsum málaflokkum.

 

Nýjasta skýrslan kom út í október 2013 þar sem fjallað er um efnahagsumhverfi og launaþróun í aðdraganda kjarasamninga. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hér á landi ríki almennur óstöðugleiki, fallvölt króna og mikil verðbólga sem sé ógn við lífskjör almennings og rekstrargrundvöll fyrirtækja. Kjarasamningar séu í senn mikilvægur hluti lausnar á þessum vanda en óstöðugleikinn jafnframt ógn við gerð þeirra.

 

Í niðurstöðum úttektarinnar segir að sameiginleg markmið aðila vinnumarkaðarins hljóti að vera bætt lífskjör sem hvíli á efnahagslegum stöðugleika, samkeppnishæfu atvinnulífi og fullri atvinnu.

 

   Sjá nánar

 

Útgefnir kjarasamningar
SA gefur út kjarasamninga, sem gilda fyrir fleiri en eitt fyrirtæki, í bókarformi. Þeir eru jafnframt aðgengilegir á Vinnumarkaðsvef SA.

 

Kaupgjaldsskrá SA
Þegar breytingar verða á launatöxtum gefa Samtök atvinnulífsins út kaupgjaldsskrá þar sem almennir launataxtar sem SA hefur samið um við stéttarfélögin hafa verið uppfærðir.

  Sjá nánar


Stjórnborð

Forsíða vefsins Stækka letur Minnka letur Senda þessa síðu Hamur fyrir sjónskerta Prenta þessa síðu Veftré

Fánar

In english