Beint į leišarkerfi vefsins

Kjarasamningar 2014-2015

Kjarasamningar samþykktir hjá ASÍ félögum

Stéttarfélög sem undirrituðu kjarasamninga 20. og 21. febrúar sl. hafa öll samþykkt  samningana. Laun félagsmanna í þessum félögum hækka frá 1. febrúar 2014 auk þess sem greidd er eingreiðsla fyrir janúarmánuð.

Þar með hafa öll stéttarfélögin sem undirrituðu kjarasamninga 21. desember 2013 samþykkt samningana, einnig Drífandi í Vestmannaeyjum sem samþykkti kjarasamninginn 30. apríl.  

Munur á kjarabreytingum stéttarfélaganna sem samþykktu 21. desember samninginn og hinna sem felldu og gerðu kjarasamninga 20. og 21. febrúar sl. felst eingöngu í gildistöku launabreytinga og að launahækkun vegna janúar er hjá febrúarfélögum umreiknuð í fasta krónutölu, nánar tiltekið:

  • Hjá félögum sem samþykktu 21. desember samninginn tók launabreyting gildi 1. janúar sl. og hafa nýir kjarasamningar engin áhrif á þá niðurstöðu. Um þessi félög gildir kaupgjaldsskrá SA nr. 17 og eru hlutaðeigandi stéttarfélög talin upp í henni. Sjá einnig fréttir SA frá 23. desember 2013 og 30. janúar 2014. Samhljóða samningur var gerður við verkstjóra.
  • Hjá félögum sem felldu en gerðu samninga í febrúar gildir launabreyting frá 1. febrúar sl. Um er að ræða sömu launabreytingu og sömu kauptaxta og önnur félög höfðu samið um, sbr. kaupgjaldsskrá SA nr. 17-B. Ef starfsmaður var í starfi í janúar og enn í starfi 1. febrúar þá greiðist eingreiðsla vegna janúarmánaðar, kr. 14.600 fyrir fullt starf allan janúarmánuð en annars hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall. Sjá einnig frétt SA frá 21. febrúar 2014.

Vegna tveggja mánaða lengingar samningstíma, þ.e. til 28. febrúar 2015, var samið við febrúarfélögin um viðbótarhækkun orlofs- og desemberuppbótar. Samtals hækkuðu uppbætur um kr. 30.000 umfram þá 2,8% hækkun sem samið hafði verið um í desember. Hjá verkamönnum og iðnaðarmönnum hækkaði orlofsuppbót aukalega um kr. 10.000 og fer í kr. 39.500 frá 1. maí 2014 og desemberuppbót 2014 hækkar um kr. 20.000 og fer í kr. 73.600. Uppbætur verslunarmanna, sem um árabil hafa verið með öðru sniði, eru nú eins og hjá öðrum hópum. Þannig hækkar orlofsuppbót verslunarmanna um kr. 17.300 og desemberuppbót um kr. 12.700. 

 

Samið hefur verið við þau stéttarfélög sem samþykktu 21. desember samninginn um hækkun orlofs- og desemberuppbótar gegn lengingu samningstíma. Á það við um aðildarfélög SGS, VR og önnur félög verslunarmanna, Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðarmanna og Félag hársnyrtisveina. 

 

Hækkun uppbóta hefur einnig áhrif á mánaðarlaun og tímakaup þar sem uppbætur hafa verið innifaldar. Sjá nánar:

 

Bókun með samningum VR, LÍV og Samiðnar vegna uppbóta sem hluti mánaðarlauna

Bókun með samningi RSÍ vegna uppbóta sem hluti tímakaups

Samkomulag við Samiðn vegna uppbóta sem hluti tímakaups

 

Grunnsamningur allra ASÍ félaga er kjarasamningurinn frá 21. desember 2013 en í öðrum samningum er samið um frávik eða viðbætur við hann. Í þessari samningalotu hafa eftirfarandi samningar verið undirritaðir:

 

Kjarasamningur SA og aðildarfélaga ASÍ frá 21. desember 2013.

Kjarasamningur SA og SGS (launatafla og sérákvæði)

Kjarasamningur SA og Flóabandalagsins (launatafla og sérákvæði)

Kjarasamningur SA og Verkstjórasambands Íslands

Kjarasamningur SA og Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis

 

Ákvarðanir ríkisstjórnar í tengslum við gerð kjarasamningsins

 

Samhljóða sáttatillögur ríkissáttasemjara vegna félaga sem felldu samninginn frá 21. desember:

 

Sáttatillögur vegna SGS félaga:

SA og Aldan stéttarfélag

SA og Báran stéttarfélag

SA og Eining-Iðja

SA og Framsýn stéttarfélag

   Bókun vegna starfa á hvalaskoðunarbátum

SA og Stéttarfélagið Samstaða

SA og Stéttarfélag Vesturlands

SA og Verkalýðsfélag Akraness

SA og Verkalýðsfélag Grindavíkur

SA og Verkalýðsfélag Snæfellinga

SA og Verkalýðsfélag Þórshafnar

Samkomulag SA og Drífanda

 

 

Sáttatillögur vegna LÍV félaga og verslunarmannadeilda SGS félaga:

SA og Afl starfsgreinafélag

SA og Framsýn stéttarfélag

SA og Verkalýðsfélag Akraness

SA og Verkalýðsfélag Snæfellinga

SA og Verkalýðsfélag Þórshafnar

SA og Verslunarmannafélag Suðurnesja

 

Sáttatillögur vegna iðnaðarmannafélaga og iðnaðarmannadeilda SGS félaga:

SA og Rafiðnaðarsamband Íslands 

SA og VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna

SA og Verkalýðsfélag Akraness

SA og Þingiðn

 

Aðrir kjarasamningar sem gilda frá 1. febrúar 2014:

SA og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja

SA og Mjólkurfræðingafélag Íslands
SA og Félag leiðsögumanna

 

 

 

 

 Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Hamur fyrir sjónskerta Prenta žessa sķšu Veftré

Fįnar

In english