Beint á leiđarkerfi vefsins

Kaupgjaldsskrár Samtaka atvinnulífsins

Kaupgjaldsskrár 2014

Tvær kaupgjaldsskrár hafa verið gefnar út vegna kjarasamninga 2014. Sú fyrri nr. 17 nær til stéttarfélaga sem samþykktu kjarasamninginn frá 21. desember 2013 en sú síðari nr. 17-B nær einnig til félaga sem felldu samninginn og sömdu síðar. Leggja má skrá nr. 17-B til grundvallar fyrir öll félög enda kauptaxtar þeir sömu í báðum skránum.

Skrá nr. 17-B gildir frá 1. febrúar 2014

Ný kaupgjaldsskrá hefur verið birt á vef Samtaka atvinnulífsins. Gildir hún jafnt fyrir félagsmenn þeirra 25 stéttarfélaga sem samþykktu kjarasamningana sem undirritaðir voru 21. desember 2013 og félagsmenn þeirra félaga sem samþykktu sáttatillögu ríkissáttasemjara þann 20. febrúar 2014.
Kaupgjaldsskráin gildir einnig fyrir félagsmenn verkalýðsfélagsins Drífanda, Vestmannaeyjum, sem samþykktu kjarasamning 30. apríl 2014. 
  

Kaupgjaldskrá nr. 17-B

Skrá nr. 17. gildir frá 1. janúar 2014

Ný kaupgjaldsskrá hefur verið birt á vef Samtaka atvinnulífsins og gildir fyrir félagsmenn þeirra 25 stéttarfélaga sem samþykktu kjarasamningana sem undirritaðir voru 21. desember 2013. Laun félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem samþykktu kjarasamningana hækka, en laun annarra verða óbreytt.

 

Kaupgjaldsskráin gildir ekki fyrir félagsmenn þeirra 24 stéttarfélaga sem felldu kjarasamningana. Laun viðkomandi starfsmanna hækka ekki fyrr en samningar komast á milli Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga sem felldu samningana.

 

Kaupgjaldskrá nr. 17

 

Eldri kaupgjaldsskrár

Skrá nr. 16. gildir frá 1. febrúar 2013

Launahækkun 1. febrúar 2013

 

Launahækkanir 1. febrúar 2013 eru samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ, dags. 5. maí 2011. Helstu launabreytingar sem koma til framkvæmda eru eftirfarandi:

 

1. Kjarasamningsbundnir kauptaxtar hækka um 11.000 kr. á mánuði.

 

2. Ráðningarsamningsbundin laun og aðrir launatengdir liðir hækka almennt um 3,25%.

 

Vakin er athygli á því að hjá afgreiðslu- og skrifstofufólki í VR/LÍV tekur eftirvinnukaup að nóttu (00:00 - 07:00) viðbótarhækkun. Tímamæld ákvæðisvinna við ræstingar og reiknitala ákvæðisvinnu rafiðnaðarmanna tekur einnig viðbótarhækkun eins og áður.

 

Skrá nr. 15. gildir frá 1. febrúar 2012 

 Launahækkun 1. febrúar 2012

 

Launahækkanir 1. febrúar 2012 eru samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ, dags. 5. maí 2011. Helstu launabreytingar sem koma til framkvæmda eru eftirfarandi:

 

1. Kjarasamningsbundnir kauptaxtar hækka um 11.000 kr. á mánuði.

 

2. Ráðningarsamningsbundin laun og aðrir launatengdir liðir hækka almennt um 3,5%.

 Skrá nr. 14. gildir frá 1. júní 2011

 

Launahækkun 1. júní 2011 

 

Launahækkanir 1. júní 2011 eru samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ , dags. 5. maí 2011. Helstu launabreytingar sem koma til framkvæmda eru eftirfarandi:

      
1. Kjarasamningsbundnir kauptaxtar hækka um 12.000 kr.  á mánuði.        
      
2. Ráðningasamningsbundin laun og aðrir launatengdir liðir hækka almennt um 4,25%.         

 Skrá nr. 13. gildir frá 1. júní 2010

 

Launahækkun 1. júní 2010      
      
Launahækkanir 1. júní 2010 eru samkvæmt samkomulagi milli SA og samninganefndar ASÍ frá 25. júní 2009  um breytingar á kjarasamningum milli aðildarfélaga ASÍ og SA gerðum 17. febrúar 2008 og síðar. 
Þær launabreytingar sem koma til framkvæmda eru eftirfarandi:

     
1. Almennir kauptaxtar verkafólks og afgreiðslufólks hækka um 6.500 kr. og iðnaðarmanna um 10.500 kr. á mánuði.        
   
2. Almenn launahækkun er 2,5%. Hækki laun meira vegna sérstakrar hækkunar kauptaxta gildir sú hækkun. Ákvæðisvinnutaxtar og kostnaðarliðir hækka um 2,5%. (Þetta gildir þó ekki um kostnaðarliði sem fylgja vísitölu neysluverðs eða byggingarvísitölu).                

  Skrá nr. 12 - gildir frá 1. nóvember 2009

 

Launahækkun 1. nóvember 2009

 

Launahækkanir 1. nóvember 2009 eru samkvæmt samkomulagi milli SA og samninganefndar ASÍ frá 25. júní 2009 um breytingar á kjarasamningum milli aðildarfélaga ASÍ og SA gerðum 17. febrúar 2008 og síðar.

 

Þær launabreytingar sem koma til framkvæmda eru eftirfarandi:

 

1. Almennir kauptaxtar verkafólks og afgreiðslufólks hækka um 6.750 kr. og iðnaðarmanna um 8.750 kr. á mánuði.


2. Hlutfallslegar hækkanir á ákvæðisvinnutöxtum, kostnaðarliðum og fastákveðnum launabreytingum eru þær sömu og komu til framkvæmda 1. júlí síðastliðinn. (Þetta gildir þó ekki um kostnaðarliði sem fylgja vísitölu neysluverðs eða byggingarvísitölu).


3. 3,5% launaþróunartrygging kemur til framkvæmda 1. nóvember 2009 og viðmiðunartími vegna hennar miðast við tímabilið 1. janúar - 1. nóvember 2009.

  Skrá nr. 11 - gildir frá 1. júlí 2009 til 30. október 2009

 

---------------

  Eldri kaupgjaldsskrár SA

 Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Hamur fyrir sjónskerta Prenta ţessa síđu Veftré

Fánar

In english